Í nýrri aðalnámskrá (2011) kemur fram að tilgangur mats á skólastarfi sé að tryggja réttindi nemenda og stuðla að umbótum. Markmið matsins sé að fylgjast með að starfsemi skóla sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá. Matið á jafnframt að auka gæði skólastarfs og að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Í skólanámskrá skal gera grein fyrir viðmiðum og þeim markmiðum sem stefnt er að. Í matsfræðunum er gengið út frá þessum viðmiðum og markmiðum þegar meta skal þjónustu og/eða gæði (Fitzpatrick, Sanders, Worthen og Blaine, 2004; Sigurlína Davíðsdóttir, 2008).