Áhugi hefur í sívaxandi mæli verið gefinn gaumur sem afgerandi þáttur í náms- og starfsvali. Fræðimenn telja hann vera afrakstur samvirkninnar milli umhverfis og erfðaþátta og svo þeirra tækifæra sem einstaklingurinn fær í lífinu. Sumt af því sem einstaklingurinn gerir vel vegna hæfileika sinna vekur áhuga hjá honum. Þegar hann finnur að hann veldur viðfangsefninu fær hann aukinn áhuga á því. Áhugi er talinn mótandi afl í starsvali, því eru áhugasviðskannanir gott hjálpartæki í náms- og starfsráðgjöf.