Námskrárbreytingar geta ýmist verið á áætlun eða tilfallandi og óskipulagðar. Þær geta falið í sér breytingar á skólanámskrá jafnt sem skólakerfi í heild sinni, til að mynda framhaldsskólakerfinu (Marsh og Willis, 2007). Námskrárfræðingurinn Kelly (2009) segir að við gerð nýrra námskráa fari fram umræða um hvaða grunnþættir skulu lagðir til grundvallar og þeir sem standa að gerð hinnar áætluðu námskrár þurfi að komast að samkomulagi um þessa þætti og hvaða tilgangi þeir þjóna. Barth (1990) telur að skólaþróun sé átak til að skapa og festa í sessi aðstæður sem stuðla að bættu námi allra sem starfa í skólunum, kennara jafnt sem nemenda.Ýmsir hagsmunaaðilar

(e. stakeholders) koma við sögu þegar til stendur að breyta aðalnámskrá og til að innleiðing námskrárbreytinga gangi vel fyrir sig er mikilvægt að sem mest sátt ríki um breytingarnar og hagsmunaaðilar fái tækifæri til að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd.  Mikilvægt er að afla samþykkis innan skóla þegar breyta á námskrá og skólinn verður að vera í góðum tengslum við og fá stuðning frá skólasamfélaginu  (Fullan, 2007).