Hér á að koma hagnýtt verkefni um leiðir að ákvarðanatöku í náms- og starfsvali. Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir gildum sínum, áhuga, leikni og viðhorfum. Einnig að læra aðferðir til að meta kosti og galla valmöguleika.

Dæmi um verkefni í þessum þætti er forgangsröðun starfsgilda hjá nemanda. Hann raðar á styrkleikaskala viðhorfum sínum til tiltekinna starfsgilda (gildi sem ég vel alltaf; gildi sem ég vel oft; gildi sem ég vel stundum; gildi sem ég vel sjaldan; gildi sem ég vel aldrei). Þættir sem hann þarf að taka afstöðu til eru t.d. sjálfstæði, viðurkenning, þekking, hjálpa öðrum, umsjón, hafa áhrif á aðra, spenna, nákvæmnisvinna, stöðugleiki, líkamleg áskorun, vinna ein(n), öryggi o.s.frv.

Dæmi um verkefni er tengist leikni er að nemandi tekur afstöðu til þátta sem hann kýs/kýs ekki að nota í starfi t.d. skapandi, tjáning, leiðsögn, stjórnun, samskipti, líkamleg o.fl.

Dæmi um verkefni sem tengjast áhuga er að raða á styrkleikaskala (mjög áhugavert; frekar áhugavert; hlutlaus; frekar áhugalítið; enginn áhugi) áhuga á ákveðnum störfum (starfsheiti), starfsvettvangi (rannsóknir, kennsla, útgáfa o.s.frv.) og starfsumhverfi (skipulagt, reglubundinn vinnutími o.fl.).

Síðan verða verkefni í að raða niður kostum og göllum valmöguleika og forgangsraða með tilliti til ofangreindra þátta (gildi, áhugi, leikni).