Mikilvægt er að stjórna tíma sínum sjálfur en láta hann ekki stjórna sér. Um leið og þú hefur ákveðið, að verða skipulagðari og að nýta tímann betur, er hægt að hefjast handa. Fyrsta skrefið er að setja sér markmið, gera síðan áætlun og loks að framkvæma áætlunina. Flestum hefur reynst erfiðast að framkvæma áætlunina. Sjálfsagi er lykilorðið og forgangsröðun er grundvallaratriðið.