Námstækni

Vinnuaðferðir skipta miklu máli í námi. Sumir hafa tileinkað sér ágætis vinnuvenjur fyrir tilviljun og upp á eigin spýtur. Aðrir hafa mikla þörf fyrir að kynnast góðri vinnutækni. Kunnátta í námstækni getur verið fyrsta skrefið til betri árangurs.

Þættir sem tengjast betri árangri í námi eru til dæmis áhugi, lestur, einbeiting, minni, glósur, skipulagning, frestun, prófkvíði og próftækni, svo fátt eitt sé talið. Það krefst bæði vinnu og einbeitingar að breyta um og/eða tileinka sér nýjar vinnuaðferðir.

Stöðug æfing er nauðsynleg og hún skilar árangri.

Námstækni