Námsuppeldi

Uppeldi til náms getur hafist snemma sem og annað uppeldi. Viðhorf foreldra til náms og gildi menntunar gegnir veigamiklu hlutverki. Um leið og skólaganga hefst er nauðsynlegt að skipulag og festa sé á hlutunum. Góð vinnubrögð og námstækni er farsælast að kenna frá upphafi.

Margir skólar fella heimanám inn í vinnudag nemenda en aðrir senda verkefnin heim með börnunum. Á hvorn veginn sem náminu er háttað er nauðsynlegt fyrir foreldra að hafa daglegt yfirlit yfir námsframvindu barnanna.

Hvatning að heiman er lykilatriði varðandi jákvætt viðhorf til menntunar.

Hjá Uppnámi geta foreldrar og forráðamenn fengið uppeldis- og námsráðgjöf á rafrænu formi á uppnam@uppnam.is